Jonathan Van Ness úr „Queer Eye“ þáttunum á Netflix segist hafa fengið gríðarlega góðar viðtökur síðan hann tjáði sig um að vera HIV smitaður. Jonathan er hluti af „Fab Five“ en þeir eru fimm stjórnendur þáttarins sem hjálpa fólki að fá yfirhalningu og er styrkt til jákvæðari hegðunar.
Mun hann gefa út æviminningar sínar sem kallast Over the Top, en þar ræðir hann bæði sjúkdóminn og fyrrum baráttu sína við fíkniefnadjöfulinn.
Á Instagram þakkaði hann fólki sem hefur haft samband, bæði vinir og ættingjar sem og ókunnugt fólk: „Ég er baðaður í sæmd“
Jonathan er 32 ára en var 25 ára þegar leið yfir hann á hárgreiðslustofunni þar sem hann vann. Hann fór til læknis daginn eftir og fékk slæmu fréttinar: „Þessi dagur var eins ömurlegur og þú getur ímyndað þér,“ segir hann, samkvæmt New York Times.
Van Ness ákvað svo að tala opinskátt um greininguna því honum finnst nauðsynlegt að opna umræðuna.