Britney Spears lætur ekki á sig fá að hafa verið úrskurðað 30% forræði yfir drengjunum sínum í kjölfar ofbeldisásakana á hendur föður hennar. Setti hún inn myndband af sjálfri sér á leiðinni á Daytime Beauty Awards með kærastanum Sam Asghari og sagðist vera falleg.
Hún er orðin alveg dökkhærð og sveiflaði makkanum og var í litlum svörtum kjól.
Foreldrar henanr, Jamie og Lynne Spears, þurftu að mæta fyrir dóm í vikunni vegna fjárhaldsmála Britneyar. Jamie er ekki lengur fjárhaldsmaður hennar, en hann var það í meira en áratug.
Britney er greinilega að reyna sitt besta til að gleyma þessum leiðindum, að minnsta kosti setur hún ýmislegt á Instagram. M.a. fór hún til Hawaii ein um daginn.
View this post on InstagramGoing to #daytimebeautyawards with my man but had to dance before going !!!! PS I felt beautiful !!!