Ashton Kutcher var víst ekki ánægður að frétta að hans fyrrverandi, leikkonan Demi Moore, væri að gefa út æviminningarnar. Hafði hann góða ástæðu, enda ásakar hún hann í þessu átta ára hjónabandi að hafa verið henni ótrúr.
Eftir að þau hittust í partýi árið 2003 varð Demi mjög ástfangin af Ashton sem var 15 árum yngri. Sambandið var fullkomið, að hennar sögn – í fyrstu.
Þegar Demi missti barnið þeirra (hér er frétt um málið) sagði hún sambandið hafa breyst. Hún varð afbrýðisamari en áður, og hann lék í mjög kynferðislega grafískri mynd sem hét Spread. Hann lék í fyrstu á móti Jennifer Jason Leigh sem hann sagði að vildi ekki að Demi kæmi á tökustað. Það reyndist svo vera bull, en Jennifer hætti við að leika í myndinni síðar.
„Málið var að hún hafði engar áhyggjur, hann hafði þær. Hann var ekki heiðarlegur,“ segir Demi.
Þau ákváðu svo að fara í þríkant (e. threesome) því Demi vildi sýna Ashton „hversu frábær og skemmtileg ég gæti verið,“ en segir svo það hafa verið stór mistök.
Þegar Demi var að vinna í myndinni Another Happy Day árið 2010, sá Demi í fréttum að hann hefði haldið framhjá henni með 21 árs konu. Segir hún Ashton hafa hitt hana í keilu með dóttur hennar Rumer og sagði það vera algert „fuck you“ merki. Ashton baðst heldur ekki afsökunar á hegðuninni: „Af því að við vorum með þrðju manneskjunni í rúminu fannst honum línurnar hafa velkst. Hann reyndi að kenna því um.“
Svo árið 2011 frétti Demi aftur af framhjáhaldi Ashtons, þá með ungri konu heima hjá vini hans Danny Masterson í steggjapartý í San Diego: „Mér varð óglatt. Ég vissi að þessi kona væri ekki að ljúga.“ Konan, hin 22 ára Sara Leal, sagði frá öllu í viðtali. Sara er pilateskennari í San Diego.
Seinna þetta ár flutti Ashton út. Þau skildu svo árið 2013. Hann giftist svo Milu Kunis árið 2015 og þau eiga tvö börn. Demi hefur ekki hitt neinn opinberlega síðan þá.