Fyrrum lífvörður Michael Jacksons heitins, Matt Fiddles, segir að ásakanirnar um barnaníð hafi gengið poppstjörnunni af dauðum. Þetta kemur fram í viðtali við Matt á Daily Star Online.
Í ítarlegu viðtali segir Matt að MJ hafi þróað með sér ofsóknarbrjálæði sem olli síðar dauða hans, og hann hafi misst traust á alla vegna ásakananna.
Þann 25. júní 2009 lést Michaels á heimili sínu en hann var fimmtugur. Hafði hann ætlað að koma fram á tónleikum á O2 leikvanginum í London.
Michael fékk hjartastopp vegna ofskömmtunar á lyfjum. Læknirinn hans, Conrad Murray, var dæmdur fyrir manndráp af gáleysi en MJ fékk of stóran skammt af deyfilyfjum á heimili hans í Los Angles.
Nú er frægð hans í molum eftir heimildarmynd HBO, Leaving Neverland þar sem Wade Robson og James Safechuck lýsa kynferðisofbeldi Jacksons fyrir áhorfendum.
Matt Fiddes er reiður þessum ungu mönnum og segir það „þvætting“ að Michael hafi misnotað þá. Stjarnan var aldrei söm eftir að hafa farið fyrir rétt árið 2005 en þá sagði Gavin Arvizo að hann hefði misnotað hann. Michael var sýknaður.
Matt var lífvörður Jacksons í tíu ár, frá 1999-2009 og sagði að ásakanirnar hefðu breytt honum: „Hann varð aldrei samur. Hann grenntist mjög. Að borða og sofa var barátta, hann var alveg í klessu. Hann var samt staðráðinn í að sanna sakleysi sitt. Hann átti í mikilli baráttu og hann hafði engan áhuga á börnum.“
Traust Michaels á öðrum var ekkert: „Hann var hræddur við eigin skugga, treysti engum og lagði fyrir okkur gildrur.“ MJ var hræddur um að vera skotinn.
Michael taldi að aðdáendur hans hefðu einnig hætt að treysta honum og varð furðu lostinn þegar seldist upp á tónleikana í London. Þrátt fyrir alla þessa frægð sagði Matt: „Michael hafði ekkert egó. Hann var stærsta stjarna í heimi en auðmjúkasti maður sem þú hittir.“
Telur Matt einnig að Robson og Safechuck ættu að „skríða aftur undir steininn sem þeir komu undan og segja sannleikann.“ Þeir væru bara á eftir peningum.