Fyrrum elskhugi George Michael heitins, Fadi Fawaz sem staðið hefur í deilum við fjölskyldu Georges og var hent út úr húsi hans, er sagður heimilislaus í dag. Fadi (46) var, eins og Sykur hefur greint frá, hústökumaður í glæsihýsi Georges, en rústaði því algerlega og var handtekinn og borinn út. Mál hans er nú til rannsóknar hjá lögreglunni.
Hafði Fadi verið í húsinu síðan George lést á jóladag 2016.
Fadi gisti í einhvern tíma á Travelodge í Covent Garden, ódýru hóteli sem kostar 49 pund á nótt (um 7600 ISK) en tékkaði sig þar út mánudaginn 8. september síðastliðinn.
Fadi, sem er upprunalega frá Ástralíu, skrifaði í meðfylgjandi Facebookpósti að hann sé heimilislaus, hafi verið borinn út úr húsinu „sínu“ og kenndi hann lögfræðingum Georges um ástandið:
Fadi og George hittust fyrst árið 2009, eftir skilnaðinn við Kenny Goss. Erfingjar auðæva Georges eru systur hans Yioda og Melanie en þær skipta jafnt eignum hans og tveimur húsum í London. George nefndi Fadi ekki á nafn í erfðaskránni og þeir voru sennilega hættir saman þegar George lést. Fadi var sá sem fann Michael og var um tíma grunaður um eitthvað misjafnt í tengslum við dauða hans, sem reyndist svo ekki vera.