Kylie fetar nú í fótspor eldri systur sinnar, Kim, og situr fyrir hjá tímaritinu Playboy. Hin 22 ára raunveruleikastjarna póstaði mynd á Instagram þar sem hún stríddi aðdáendum fyrir það sem koma skal.
Kylie var kviknakin, með kúrekahatt með bakið í myndavélina meðan barnsfaðir hennar Travis Scott var ber að ofan.
Einnig var sýnd mynd af þeim á síðu Playboy þar sem hún er með varir sínar á hálsi Travis með Playboy kanínuhálsmen sem segir „Wild In Love.”
Að sjálfsögðu var Kim Kardashian fyrst í fjölskyldunni til að fækka fötum fyrir tímaritið, en myndatakan fór fram árið 2007 með Hype Williams.
Þegar Hugh Hefner lést í fyrra póstaði Kim á Instagram Stories: „Ég minnist Playboy-myndatakanna minna, frábæru partýin í höllinni og hversu mjög ég elska Hef! Ég er heiðruð að vera hluti af Playboy liðinu!!!“