KVENNABLAÐIÐ

Priscilla Presley tekur þátt í gerð nýrrar myndar Baz Luhrmann um ævi Elvisar

Aðdáendur Elvisar Presley geta glaðst því kvikmynd um goðið er á leiðinni, og enginn annar en Baz Luhrmann (Moulin Rouge, Romeo and Juliet) leikstýrir myndinni.

Priscilla (72) er mjög ánægð með Baz og segir hann snilling. Telur hún að efninu sé fullkomlega treystandi í hans höndum, en Austin Butler leikur Elvis: „Ég hef verið í sambandi við Baz. Hann hefur komið hingað heim og við höfum verið í tölvupóstsamskiptum. Í raun erum við að fara að hittast oftar í mat hér heima. Hann lætur mig vita af öllu. Það hefur verið dásamlegt. Hann er snillingur.“

Auglýsing

Þrátt fyrir að Priscilla hafi haft hönd í bagga með eitthvað er það ekki mikið. Priscilla játar að þetta verði Hollywoodmynd um arfleifð hennar fyrrverandi: „Ég er ekki þannig að ég segi honum hvað eigi að gera eða hvernig. Nei, nei. Þetta verður mjög stíliserað, mjög öðruvísi.“

Tom Hanks mun leika Colonel Tom Parker, umboðsmann hans, en þeir áttu mjög umdeilt samband og þrætugjarnt: „Tom Hanks getur leikið hvern sem er og það er svo gaman að sjá hversu djúpt hann tengist persónunum sínum. Ég er afskaplega ánægð. Þetta verður mjög flott.“

Þrátt fyrir að 42 ár séu síðan Elvis lést, er Priscilla minnt á hann daglega, hvort sem það er að sjá hann í dóttur sinni eða barnabörnum, eða að hún hlusti á tónlistina hans: „Hann fer í raun aldrei úr huga mér. Ég meina, eigandi barnabörn hans og dóttur, bara að horfa á þau, þá sé ég smá hluta af honum.“

Hún heldur áfram: „Ég er enn að lifa því lífi á margan hátt. Þú veist, það hefur aldrei farið frá mér. Hann var mjög stór hluti lífs míns frá því ég var mjög ung.“

Þrátt fyrir að hafa fundið þrýsting að halda minningu hans á lofti þegar hann var nýdáinn hefur hún engar áhyggjur af því að minning hans muni fölna þegar hún sér tónleika honum til heiðurs og alltaf er uppselt á þá. Priscilla hefur ferðast með hljómsveitum um allan heim sem flytja lög eiginmanns hennar heitins: „Ég veit ekki um marga listamenn sem fylla enn tónleikastaði, 40 árum eftir dauða þeirra. Þetta er bara svo fallegt, mjög fallegt. Hann er enn hérna. Það er eins og hann sé enn að koma fram og aðdáendur að hvetja hann áfram. Þetta gefur bæði innblástur og er dapurt í leiðinni því þú veist, óskandi að hann væri enn hér hjá okkur.“

 

Aðspurð hvert hennar uppáhaldslag með Elvis sé, segist hún ekki geta valið en hún hafi verið mjög mikill þátttakandi í tónlistarsköpun hans og flest lög tákni eitthvað fyrir henni.

Elvis og Priscilla gengu að eiga hvort annað í maí 1967. Þau eignuðust Lisu Marie árið 1968 en skildu í október 1973, eftir sex ára hjónaband. Priscilla á einnig soninn Naverone (32) með Marco Garibaldi.

Elvis lést vegna hjartaáfalls, þann 16. ágúst 1977, aðeins 42 ára að aldri.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!