Kántrísöngkonan Kylie Rae Harris lést í þriggja bíla árekstri í vikunni, en hún var á leið til Nýju-Mexíkó. Kylie var þekkt fyrir lagið „Twenty Years From Now” og var á hraðbraut í Taos á miðvikudaginn þegar hún lenti í þessu skelfilega slysi.
16 ára ökumaður, stúlka, lést einnig og hinn þriðji var ekki slasaður. Talsmaður Kylie sagði að það tæki þau sárt en þau staðfestu að hún hefði látist í bílslysinu: „Allir sem þekktu Kylie vissu hve mjög hún elskaði fjölskylduna sína og meira en það, elskaði hún tónlist. Þessu til staðfestingar ætti fólk að dreifa kærleik í dag og hlusta á tónlist sem hrífur það.“
Þetta var síðasta IG Story sem hún póstaði – sama dag og hún lést:
Engar aðrar upplýsingar er að finna um slysið og er verið að rannsaka hvort ökumenn hafi verið undir áhrifum áfengis.
Síðasti póstur hennar á Instagram: