KVENNABLAÐIÐ

Fellibylurinn Dorian skolaði 15 kílóum af kókaíni á land

Það kom fleira með fellibylnum Dorian en skarpir vindar og rigningar til Flórídaríkis. Samkvæmt lögreglunni á Cocoa Beach skolaði sjópoka með 15 kílóum af kókaíni á land um helgina.

Auglýsing

Þessi óvenjulega uppgötvun varð þegar strandarfarar sögðu löggunni frá „dularfullum pakka“ sem hafði skolað á land nálægt Paradise Beach garðinum.

Cheryl Mall, talskona lögreglunnar sagði að hver plata væri um 1 kíló hver og væri að minnsta kosti 300.000 dollara virði (tæplega 40 milljónir ISK).

Auglýsing

Talsmaður lögreglunnar á Cocoa Beach, Manny Hernandez sagði: „Það er möguleiki að meiru skoli á land. Sérstaklega í þessum aðstæðum. Þetta gæti hafa komið hvaðan sem er.“

Miði á kókaíninu sagði „DIAMANTE,” spænska orðið yfir demant.

„Við segjum fólki að fara varlega og ekki snerta það eða taka, því ef pakkinn er opinn getur efnið farið inn í svitaholurnar og fólk getur fengið of stóran skammt,“ segir Hernandez.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!