KVENNABLAÐIÐ

Bróðir Miley er fallinn aftur eftir 44 daga bindindi

Eldri bróðir Miley Cyrus, Trace (30), er fallinn eftir að hafa átt í miklum erfiðleikum vegna áfengisneyslu sinnar. Trace póstaði þann 3. september á Instagram að hann hefði átt í fíknivanda: „Ég biðst afsökunar á að hafa ekki haft mikinn hvata til að pósta undanfarið. Ég var edrú í 44 daga og varð svo á. Þrátt fyrir að ég hafi ekki haldið áfram að drekka hefur mér ekki liðið nógu vel,“ segir Trace sem er söngvari í hljómsveitinni Metro Station.

Auglýsing

Hélt hann áfram: „Lífið er erfitt fyrir alla á misjafnan hátt & drykkjan hefur verið mín leið til flótta…nú þar sem ég er ekki að drekka hafa slæmir siðir eins og keðjureykingar aukist sem lætur mig finna fyrir sektarkennd.. Það mikilvægasta í mínu lífi er tónlistin og því miður hafa þessir slæmu vanar hægt á mér að vera besti listamaðurinn sem ég get verið. Ég vona að hinir raunverulegu stuðningsmenn mínir geti haldið áfram að gefa mér tíma sem ég þarf til að vaxa og verða betri ég. Ég hef svo mikið af nýrri tónlist og myndböndum sem mig langar að setja þarna út en ég veit að þetta er ekki rétti tíminn. Ég kem til baka sterkari en nokkru sinni fyrr.“

Auglýsing

Miley á fleiri systkini – Brandi (32), Noah (19) og Braison (25).

Trace er trúlofaður söngkonunni Taylor Lauren Sanders, sem styður hann í edrúmennskunni. Þau láta vel að hvort öðru…allavega á samfélagsmiðlum.

View this post on Instagram

Love you all. I’ll be back soon. ❤️

A post shared by Trace Cyrus (@tracecyrus) on

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!