Kevin Federline, barnsfaðir Britneyar Spears, hefur ákært föður hennar fyrir ofbeldi gagnvart 13 ára syni þeirra, Sean. Kevin fór á lögreglustöðina í Ventura til að kæra fyrrverandi tengdaföður sinn. Á atvikið að hafa gerst á heimili Jamie í Thousand Oaks, Kaliforníuríki.
„Mr. Federline hefur gefið í skyn að afinn hafi ráðist á son hans þann 24. ágúst,“ staðfesti lögreglan.“
Britney fjarlægði börnin strax af heimili föður hennar og fór með þau heim, en þau gistu síðar um nóttina hjá Kevin. Rannsakendur hafa tekið viðtöl við alla sem að málinu koma og verður málið sett í gang hjá sýslumannsembættinu í Ventura á morgun.
Jamie hefur ekki verið handtekinn og það verður saksóknarans að ákveða hvort það verður gert eftir rannsókn málsatvika og ákæra.
Kevin hefur sótt um nálgunarbann á Jamie og lögfræðingurinn hans hefur ráðlagt að börnin verði vernduð gegn afa sínum. Þann 27. ágúst var það fast sótt að fá bráðabirgðanálgunarbann og Jamie mótmælti því ekki og verður afanum bannað að nálgast drengina Sean Preston (13) og Jayden James (12) í þrjú ár.
Kevin mun hafa sitt um málið að segja þegar drengirnir eru með Britney og þeir þurfa að vera undir eftirliti.
Einn heimildarmaður segir að málshættir hafi verið á þennan veg: „Britney var með drengina í íbúð föður síns þann 24. ágúst síðastliðinn. Jamie og Sean Preston fóru að rífast. Sean varð óöruggur og læsti sig inni í herbergi. Jamie braust inn í herbergið og hristi Sean Preston.“
„Jamie hefur skap, það er ekkert leyndarmál;“ segir annar í viðtali við Us Weekly. „Sem betur fer gerði Britney það rétta – tók strákana í öryggi og burtu frá föður hennar. Þetta var allt mjög ógnvekjandi fyrir hana og strákana. Kevin var, og er enn, alveg brjálaður. Preston var ekki líkamlega meiddur en mjög hræddur og ráðalaus.“
Kevin og Britney hafa átt í forræðismáli varðandi drengina. Nú vill Kevin hafa þá 70% tímans, Britney 30%. Í dag eru þau með 50% hvor. Dómsstólar hafa samþykkt þetta.