Samband Williams og Harry við Díönu, móður þeirra, var einstakt. Þeir stríddu henni oft og hún tók því létt. Þau nutu þess að horfa á vídeó í Kensingtonhöll og Díana óskaði þess alltaf að þeir myndu feta í fótstpor hennar og láta gott af sér leiða með því að berjast fyrir minni máttar.
Þegar Díana fór í umdeilt viðtal til Martins Bashir sagði hún: „[ég vil] þeir skilji tilfinningar fólks, óöryggi þess, bágindi þess og von þeirra og þrár.”
Prinsarnir tveir eru oft bornir saman við móður þeirra heitna þegar þeir vinna í góðgerðamálum og hvernig þeir koma fram við almenning.
Díana var stöðugt að minna þá á hversu gæfusamir þeir væru, allt frá unga aldri. Hún sagði: „Ég fer með þeim í verkefni heimilislausra, ég hef tekið Harry og Willam að hitta fólk sem var að deyja úr Aids – þrátt fyrir að ég hafi sagt þeim að það væri krabbamein – ég hef tekið börnin á allskonar staði sem ég er ekki viss um að neinn á þessum aldri í þessari fjölskyldu hefur gert áður. Og þeir hafa þekkinguna – þeir gætu aldrei þurft að nýta hana, en fræinu er sáð og ég vona það fái að vaxa, því þekking er máttur.”
William var 15 ára og Harry 12 þegar heimur þeirra féll saman og móðir þeirra lést í bílslysinu þann 31. ágúst 1997.
Drengirnir voru í fríi með föður sínum, Charles, í Balmoral þegar þeir fengu fregnirnar sem breyttu öllu.
Charles var sá fyrsti sem vissi, í gegnum símtal, að fyrrverandi kona hans var látin.
Í áfalli sagði hann drottningunni og þau reyndu að finna leið til að verja hina ungu drengi fyrir skelfingunni.
Harry var mjög ákveðinn að fá eina ósk uppfyllta varðandi elskaða móður hans – hann vildi fá að ferðast með föður sínum til Parísar að sækja líkið.
Charles, sem var í miklu uppnámi, neitaði ósk hans og ferðaðist einn til að sækja líkamsleifar konu sinnar fyrrverandi og koma með þær heim til Bretlands.
Vinur Díönu, fréttamaðurinn Richard Kay sagði: „Drottningunni og Charles Bretaprins fannst að drengirnir ættu að vera í forgangi.”
Samt sem áður olli það miklum deilum milli Charles og drottningunnar að hann næði í líkið.
Richard sagði: „Charles tók þá ákvörðun að hann myndi fara til Parísar að sækja lík Díönu. Þetta var óvænt og hugrökk ákvörðun. Hann var fyrrverandi eiginmaður hennar, hann hafði engan rétt á því nema því hann var faðir drengjanna. Hann vildi fara í konunglegu flugvélinni en drottningin vildi það ekki. Charles barðist því fyrir Díönu, meira en hann hafði gert nokkurn tíma þegar hún var á lífi.”
Charles neitaði að gefa eftir og að lokum gaf drottningin sig og sagði hann gæti farið í flugvélinni til að koma með lík fyrrverandi konu hans til Bretlands.
Harry hefur viðurkennt að hafa átt mjög erfitt vegna sorgar. Það hjálpaði honum að vinna í málefnum geðsjúkra og hvetja annað fólk til að tjá sig um tilfinningar. Hann hefur þó sagst sjá eftir að hafa ekki talað fyrr um dauða móður hans. Í áhrifamikilli heimildarmynd í fyrra sagði Harry að hann hefði „neitað að samþykkja” að móðir hans var farin. Hann hrósaði svo föður sínum fyrir að hafa verið til staðar þegar Díana dó.
Þegar hann frétti, í Balmoral, að hún væri látin sagði hann að hann hefði upplifað „vantrú, afneitun á að meðtaka það. Það voru engin skyndileg sorgarviðbrögð.”