Rannsóknarlögreglukonan Stephanie Lazarus í lögreglunni í Los Angeles er viðriðin mál sem flestir skilja ekki hversu lengi hún komst upp með. Stephanie var grunuð árið 1986 fyrir að hafa myrt Sherri Rasmussen, hjúkrunarfræðing sem giftist fyrrverandi kærasta Stephanie. Málið lá í dvala til ársins 2000, en þá komu DNA gögn til sögunnar sem bentu til að Stephanie væri sek. Matthew McGough, höfundur bókarinnarThe Lazarus Files: A Cold Case Investigation segir að málinu sé hvergi lokið.
Auglýsing