Óvenju lítið hefur heyrst frá föður Meghan Markle undanfarið, en hann hefur í fyrsta sinn tjáð sig núna eftir að hann varð afi. Hann kallaði þau „hræsnara“ í nýju viðtali við Mail on Sunday, en vill þó laga sambandið á milli þeirra og hitta Archie.
Ljósameistarinn fyrrverandi úr Hollywood sagði þann 1. september að hann hefði verið óréttlæti beittur og kippt út úr lífi barnabarns síns: „Ég myndi vilja að þau sendu mér mynd af Archie svo ég geti sett hana í ramma við hlið einnar af Meghan,“ sagði Thomas Markle, en hann er að tala um mynd af þeim feðginum saman á fótboltaleik: „Er það ekki eitthvað sem allir afar myndu vilja? Ég myndi vilja vita hvort hann væri með hið fræga nef Meghan Markle.“
Thomas hefur ekki talað við Meghan eftir brúðkaupið í maí 2018. Hann kom ekki, fékk hjartaáfall eftir ljósmyndaskandal. Thomas segir að þau hafi aldrei talað við hann eftir spítalavistina: „Aldrei hefur Meghan spurt mig hvernig mér líði. Ekki þá, ekki núna.“
Hann hefur þrábeðið Meghan afsökunar á að hafa sviðsett myndirnar og nú nýlega sendi hann henni afmæliskort, en hún fagnaði 38 árum í ágúst: „Ég sendi henni kort í gegnum fjármálaráðgjafa hennar í L.A. en fékk engin svör. Ég veit ekkert hvort hún fékk það.“
Þrátt fyrir að Thomas hafi margsinnis vælt í blöðum síðan þau gengu í hnappelduna segist hann enn vona að fá að hitta Archie einn daginn. „Það var aldrei neitt vesen milli mín og Meghan þar til nýlega. Ég þagði þegar hún var ólétt að Archie en nú er ég að tjá mig því PR fólkið heldur áfram að ýta mér burtu úr lífi hennar. Auðvitað er ég svekktur að fá ekki að hitta Archie. Ég var að vonast til að hún yrði mamma og myndi mýkjast og hafa samband.“
View this post on Instagram
Today The Duke and Duchess of Sussex are delighted to share their first public moment as a family. They are so incredibly grateful for the warm wishes and support they’ve received from everyone around the world, since welcoming their son two days ago. Photo cred: Chris Allerton ©️SussexRoyal A post shared by The Duke and Duchess of Sussex (@sussexroyal) on
Thomas tjáði sig svo um ferðalög dóttur sinnar og Harry, en þau flugu í einkaþotu til Frakklands þar sem þau og sonur þeirra gistu hjá Elton John. Gagnrýni margra snerist um kolefnisfótspor vegna flugferðanna sem Elton sagðist hafa jafnað: „Ég vorkenni þeim eiginlega því þau eiga þetta skilið. Þú getur ekki sagt eitt og gert annað. Allir blaðra um hvað þau séu æðisleg og höfðingleg, en þau eru ekki þannig við eigin fjölskyldu. Það er hræsni. Þú getur ekki sýnt sjálfan þig í því ljósi að vera kærleiksríkur og sameina fólk og svo hunsað þinn eigin föður og alla fjölskylduna. Meðferðin á mér er ekki öfundsverð.“
Hann vonast enn að hann eigi eftir að hitta dóttur sína sem hann á með Doriu Ragland einn daginn: „Ég trúi því að fjölskylduvandi geti verið leystur og ég trúi enn að það geti gerst hjá mér, Meghan og Harry. Ég hef alltaf vonað að ég gæti orðið eins náinn Meghan og ég var þegar hún var barn.“