Ráðgáta um áratugs sársauka í rassi manns hefur nú verið leyst eftir að læknar fundu hvorki meira né minna en átta saumanálar í rassinum á honum.
Í tíu ár hefur hinn 55 ára Chen, Kínverji sem farinn er á eftirlaun og býr í Changsa héraði í Kína, fundið fyrir stingandi, kitlandi tilfinningu hægra megin í rassinum. Hann hafði þó ekki fyrir því að láta lækni líta á sig. Hann fann mest fyrir tilfinningunni þegar hann hljóp, en hann var alltaf svo upptekinn í vinnu þannig hann hafði engan tíma til að fara til læknis út af þessu.
Fyrr í þessum mánuði ákvað hann þó að fara á spítalann til að grafast fyrir um orsök verksins. Röntgenmynd sýnir átta nálar sem grafnar eru djúpt í hægri rasskinn. Chen mundi að hann hefði dottið á ruslahaug í vinnunni og gott ef það voru ekki einhverjar nálar úr málmi þar. Hann plokkaði þær sjálfur úr og hélt hann hefði náð þeim öllum. Það var þó ekki raunin.
Sumar nálanna voru fastar í virkum vöðva sem orsakaði skarpan sársauka þegar Chen hljóp eða teygði á. Chen fór í aðgerð til að fjarlægja nálarnar og tók aðgerðin fjórar klukkustundir.
Allar átta voru fjarlægðar en myndin sýnir að þær voru orðnar dekkri og þykkari en þær voru upphaflega. Búist er við að Chen nái sér að fullu.