Priscilla Presley, móðir Lisu Marie Presley, hefur gríðarlegar áhyggjur af henni þar sem hún er farin aftur að nota eiturlyf. Í örvæntingu sinni hefur hún leitað til Vísindakirkjunnar til að bjarga Lisu, en í kirkjunni er afar umdeilt og róttæk eiturlyfjameðferð.
Lisa Marie var áður í Vísindakirkjunni en var rekin úr henni árið 2016 því hún var á kafi í neyslu. Þá var hún í forræðismáli við fyrrverandi eiginmann sinn og var engin leið að ná sambandi við hana. Hún tók um 80 ópíóðatöflur á dag, drakk áfengi og var vakandi í marga daga samfleytt.
Nú hefur Priscilla séð hversu illa Lisa er farin og hún vill gera allt sem hún getur til að bjarga dóttur hennar.
Lisa Marie, sem er orðin 51 árs, sást nær óþekkjanleg á götu úti í Los Angeles, mjög bjúguð og illa tilhöfð. Talsmaður Priscillu neitar öllu varðandi Lisu, en sagt er að bæði Riley, dóttir Lisu og Priscilla hafi leitað til kirkjunnar og grátbeðið um að Lisa fái að komast í eiturlyfjameðferðina sem er kölluð Narconon.
Priscilla og hinir 10 ára tvíburar Lisu, Harper og Finley, heimsóttu kirkjuna, stjörnudeildina eða Celebrity Center í Hollywood á dögunum: „Priscilla veit að þeir horfa til næstu kynslóðar. Þess vegna eru Connor og Isabella (börn Tom Cruise) og Ella Bleu (dóttir John Travolta) í hávegum höfð. Það væri ekki amalegt að hafa barnabörn Elvis Presley þar með!”
Stelpurnar eru taldar leið Lisu til að komast aftur inn: „Lisa hélt aldrei að þessi dagur myndi renna upp, en hún viðurkennir innst inni að hún þarf mjög á hjálp að halda.”
Lisa hefur áður orðið edrú með hjálp Vísindakirkjunnar þegar Priscilla lét hana í Freewinds meðferðina: „Priscilla vildu að hún væri þar, í umhverfi þar sem hún gæti ekki nálgast dóp,” segir fyrrum meðlimur í Freewinds, Scott Campbell.