Ed Sheeran hefur nú sagst vera sestur í helgan stein, eftir að hann hefur grætt formúgu á tónlistarsköpun sinni. Söngvarinn og Íslandsvinurinn er 17. ríkasti tónlistarmaður Bretlands. Sagði hann á síðustu tónleikum Divide tónleikaraðarinnar að hann ætli sér að hverfa úr sviðljósinu til að eyða meiri tíma með eiginkonu sinni, Cherry Seaborn.
Ed sagði þetta á sviði Chantry Park í Ipswich, mánudagskvöld: „Eins og þið kunnið að vita, eða ekki, hef ég verið á þessum Divide túr í meira en tvö ár og þetta er síðasti dagurinn í því öllu. Við höfum spilað út um allan heim. Glastonbury, Webley Stadium. Allir þessir ótrúlegu tónleikastaðir, Ameríka, Nýja-Sjáland, Ástralía, Asía, Suður-Ameríka – þetta var villt. Mér var sagt ég hefði spilað fyrir níu milljón manns um alla veröld. Þetta er stærsti tónlistarviðburður allra tíma.“
Þetta hefur verið tilfinningaríkur dagur fyrir marga baksviðs. Þetta er eins, á skrýtinn hátt, að þú sért að hætta með kærustu sem þú hefur verið með í mörg ár.
Ed gat varla haldið aftur af tárunum þegar hann tilkynnti þetta en var afskaplega þakklátur og sagðist sjá alla „eftir nokkur ár.“ Ed keypti sér þorp í Bretlandi og er hann sagður vilja fjölskyldu með Cherry.