Ný bók um andlát Díönu prinsessu þar sem er að finna eldfimar upplýsingar gæti krafist þess að málið yrði opnað aftur. Þetta er krafa fyrrum talsmanns Mohamed Al-Fayed, en eins og kunnugt er lést Dodi sonur hansí sama bílslysi og Díana prinsessa og ökumannsins Henri Paul þann 31. ágúst 1997 inni í göngunum Pont de l’Alma í Frakklandi.
Bókin kemur út innan skamms og mun heita Diana: Case Solved og er sagt í kynningu bókarinnar að hún sé „nákvæm lýsing og sönnunargögn þess hvað raunverulega gerðist” þessa örlagaríku nótt í París fyrir 22 árum síðan.
Rannsóknarblaðamaðurinn Dylan Howard og fyrrum rannsóknarlögreglumaðurinn Colin McLaren grafa upp eina manninn sem veit fyrir víst hvað gerðist – og honum hefur verið skipað að þegja í 22 ár.
Þeir kumpánar hafa nýlega verið í París þar sem þeir ræddu við Le Van Than, sem keyrði hvítan Fiat Uno sem rakst á bíl Díönu áður en slysið átti sér stað. Þetta er fyrsta viðtalið sem Van Than gefur, en hann hefur verið í samstafi við bresku lögregluna.
Ekki er mikið meira vitað um innihaldið annað en það geti verið spennandi aflestrar. Einnig verður hlaðvarp með sama nafni og kemur það út á sama tíma. Fyrsta sýnishorn hlaðvarpsins kemur út 27 ágúst og fyrsti þáttur hlaðvarpsins 3 september. Dr. Phil hefur talað um þáttinn og bókina og lofar Dylan Howard í hástert.