KVENNABLAÐIÐ

Ný Breaking Bad kvikmynd verður frumsýnd á Netflix

„El Camino: A Breaking Bad Movie“ verður frumsýnd á Netflix þann 11. október næstkomandi samkvæmt New York Times. Aaron Paul snýr aftur sem metamfetamínkokkurinn Jesse Pinkman. Jesse sást síðast yfirgefa nasistabúðir og keyra á brott en ekki var vitað hvert.

Auglýsing

Stutt lýsing Netflix á myndinni er: „Flóttamaðurinn Jessi flýr frá föngurum sínum, lögunum og fortíðinni.“

Auglýsing

Myndin var skrifuð og henni leikstýrt af Vince Gilligan, höfund „Breaking Bad,” en þættirnir voru á kapalsjónvarpi AMC á árunum 2008-13.

Óljóst er hvort Bryan Cranston (Walter White) mun koma fram í myndinni. Hann hefur viðurkennt tilurð myndarinnar en vildi ekki segja hvort hann yrði með í myndinni. Það verður bara spennandi að sjá!

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!