Eftir að hafa barist við bakkus í mörg ár hefur leikarinn Ben Affleck loksins verið edrú í heilt ár! Samkvæmt Us Weekly hefur leikarinn og leikstjórinn fagnað afmælinu sem var þann 22. ágúst.
Fyrir ári síðan var hann á slæmum stað – honum var í raun ýtt í meðferð en fyrrverandi eiginkona hans Jennifer Garner skipulagði inngrip (e. intervention). Áður en hann fór í meðferð var hann í sambandi með Lindsay Shookus og svo með Playboyfyrirsætunni Shauna Sexton og gat ekki hætt að drekka.
Nú – ári seinna er hann nýr maður: „Ben er á frábærum stað í batanum og lífinu,“ segir vinur Óskarsverðlaunahafans við Us Weekly: „Hann heldur áfram að vilja vera besti faðir og vinur sem hann getur.“
Ben lauk 40 daga meðferð en hann hafði farið áður í meðferðir, árin 2001 og 2017 ásamt því að hafa sótt fundi.
Ben hefur tjáð sig um fíkniröskunina og segir: „Að berjast við alla fíkn er erfitt lífstíðarverkefni. Vegna þess er maður aldrei alveg inní eða útúr meðferð. Þetta er lífstíðarskuldbinding. Ég berst fyrir sjálfan mig og fjölskylduna,“ skrifaði hann á Instagram. Þakkaði hann einnig fólki fyrir að deila sögum sínum og segir hann þær styrkja sig. Það hjálpi að vera ekki einn í baráttunni: „Eins og ég þurfti að minna sjálfan mig á – ef þú átt við vanda að stríða er að fá hjálp ekki tákn um veikleika eða misheppnum, það er tákn um styrk.“
Við bendum á AA samtökin ef þú eða einhver sem þú þekkir á í erfiðleikum með áfengi eða fíkniefni.