Það er ekkert óvenjulegt fyrir fólk að taka „selfie“ í almenningssamgöngum en fáir gera það með sama stæl og þessi kona! Leikarinn Ben Yahr varð vitni að óvenjulegri myndatöku í neðanjarðarlest í New York, en þar var kona á ferð með símann sinn.
Ben tvítaði myndbandi af gjörningnum og átti ekki orð yfir sjálfsöryggi konunnar.
Margir tóku undir og óskuðu þess að hafa slíkt þor innan um marga: „Að hafa þetta er svo kraftmikið. Ég gæti þetta aldrei.“
Annar sagði: „Ég var bara omg ég gat ekki horft á þetta allt. Ég gæti dáið fyrir þetta öryggi.“
Jessica George, konan sem um ræðir, fann tvítið. Hún tvítaði sjálf myndunum sem hún tók og þakkaði fólki fyrir hrósið: „Dreifum þessari jákvæðni og lyftum hvert öðru upp.“
Myndbandið má sjá hér að neðan!
This woman giving it ALL to the selfie cam on the train is SENDING ME pic.twitter.com/i3JoSPKj3I
— Ben Yahr (@benyahr) 17 August 2019