Tori Spelling er skuldum vafin og þó hún hafi fengið hlutverk í nýju þáttunum – endurgerð Beverly Hills 90210 – þarf hún að borga sínar skuldir fyrst, áður en hún fer á meira eyðslufyllerí.
Hún fær 85.000 dali fyrir hvern þátt (10,6 milljónir ISK) en þarf að greiða skattinum 88.000 dali. Lánadrottnar eru orðnir þreyttir að eltast við hana þannig allt fer í gegnum dómstóla og sýslumanninn í Los Angles. Lánardrottnarnir eru margir, en American Express er fyrst í röðinni.
Koma kröfurnar í kjölfar þess að The Hollywood Reporter sagði frá því að Tori fær 70.000 dali fyrir hvern þátt ásamt 15.000 fyrir að vera meðhöfundur. Skrifað hefur verið undir aðra þáttaröð.
Tori og eiginmaðurinn Dean McDermott eiga einnig í baráttu við City National Bank en þau gátu ekki greitt til baka 400.000 dala lán. Þeim hefur margoft verið stefnt vegna þess, en þau hafa sjaldnast mætt fyrir rétt.