Þær eru byrjaðar saman! Miley og Kaitlynn fóru saman til í mat með Tish, móður Mileyar. Voru þær sennilega að vonast eftir samþykki hennar, en hún var efins um samband þeirra í fyrstu.
Laugardaginn 17. ágúst var mikilvægur og vildi Miley bara hreinsa loftið milli sín og mömmu hennar varðandi Kaitlynn Carter, fyrrverandi hans Brody Jenner: „Miley vildi horfast í augu við ástandi og hún vildi að móðir hennar settist niður með henni og Kaitlynn til að átta sig á að þetta væri ekki eitthvað gert fyrir fjölmiðla.“

Miley (26) hefur algerlega kolfallið fyrir Kaitlynn og vill fá fullan stuðning fjölskyldu sinnar. Eins og flestir vita skildi hún við Liam Hemsworth á dögunum: „Tish var að vonast eftir barnabarni og taldi Liam einan geta stuðlað að því. Miley hefur sagt henni að hún verði að sleppa tökum á þeirri hugmynd þar sem hún ætli ekki að vera aftur með Liam. Það er búið.“

Tish tók vel í hugmyndina og eru þær mæðgur sáttar.