KVENNABLAÐIÐ

Bróðir Patrick Swayze ræðst á ekkju Patricks vegna ásakana um ofbeldi

Lisa Niemi, ekkja Patrick Swayze, hefur nú þurft að þola að bróðir Particks, Sean, hafi kallað hana lygara opinberlega.

Lisa hefur sagt að móðir bræðranna, fyrrum tengdamóðir hennar hafi beitt Patrick líkamlegu ofbeldi: „Fjölskylda mín hefur ekkert samband haft við þetta hræ,” segir Sean. „Það var aldrei neitt ofbeldi í minni fjölskyldu.”

Auglýsing

Sean hefur ásakað Lisu um að ljúga til að fá peninga og henni hafi aldrei komið saman við fjöslkylduna: „Hún er búin að betla peninga síðan hann dó. Allt sem býr til peninga fer hún með í fjölmiðla.”

Ný heimildarmynd er á leiðinni um Patrick og neitaði Sean að taka þátt í henni: „Ég veit hvernig fjölskylda mín var þegar ég óx upp. Ég þarf ekki að horfa á neina heimildarmynd um það.”

Auglýsing

Lisa sagði að móðir Patricks hefði barið hann þegar hann var barn. Sean segir að foreldrar hans hafi verið góð og unnið mikið, þó þau hafi refsað börnunum var ekki im ofbeldi að ræða: „Það var aldrei neitt ofbeldi! Mamma hafði skap. Við höfðum öll skap. En það voru engar barsmíðar. Við vorum flengd og slegin, en aldrei í andlitið eða þannig. Við fengum belti á bossann. Það var eðlilegt þá. Og það þýðir ekki að það hafi verið ofbeldi. Við áttum frábæra æsku. Við vorum í íþróttum í skóla. Það var gaman.”

Sean segir einnig um Lisu að hún hafi ekki kunnað að meta Patrick fyrr en hann lést og Patrick hafi alltaf verið sár því hún tók aldrei upp nafn hans: „Þegar hann dó vildi hún það hinsvegar. Hún vildi það út af peningunum.”

Nú eru tíu ár síðan Patrick féll frá og þau hafa ekkert samband sín á milli – fjölskyldan og Lisa: „Við tölum ekkert við Lisu. Mér er sama hvort hún lifir eða deyr. Við vorum alltaf náin fjölskylda. Hún hataði að vera nálægt okkur.”

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!