KVENNABLAÐIÐ

Leyndu fæðingu barns síns og grófu það fjögurra daga gamalt í skókassa

Lík fjögurra daga gamals barns fannst grafið í skókassa eftir að foreldrar höfðu haldið því leyndu að þau ættu von á barni. Andlát barnsins, sem var drengur, hefði „ekki verið hægt að sjá fyrir eða koma í veg fyrir” var niðurstaða dómara.

Manchester Evening News greinir frá því að barnið, Ian Arthur Davies, sem vitnað er í sem „Baby C” í dómsskjölum, lést innan við viku eftir að hann fæddist.

Fæðing, andlát og greftrun í ágúst 2016 var haldið leyndu af báðum foreldrum. Barnið fannst um sex vikum eftir andlátið.

Auglýsing

„Rannsókn sérfræðinga sýnir að Baby C var smátt, en vel komið á þriðja hluta meðgöngu (36-38 vikna). Barnið var mjög horað og hafði það sennilega látist af völdum ofþornunar eftir að hafa lifað þrjá eða fjóra daga. Það bar engin merki ofbeldis eða vansköpunar sem gætu hafa orsakað dauða þess. Ekkert var í maga barnsins.”

Bolton, Bretlandi
Bolton, Bretlandi

Faðir barnsins, Anthony Clark og móðirin Catherine Davies bjuggu í Bolton, Bretlandi. Þau voru sýknuð af morði, en fengu 15 mánaða fangelsisdóm fyrir að leyna fæðingunni.

Auglýsing

Parið setti lík barnsins í skókassa í kirkjugarð. Við réttarhöldin var móðurinni lýst sem „einhverri sem er bágstödd í lífinu og reyndist erfitt að horfa fram á við.”

Dómarinn sagði: „Það er erfitt að ímynda sér hversu mjög Baby C hafi þjáðst á sinni stuttu og sorglegu ævi. Foreldrarnir óskuðu ekki eftir Baby C, vanræktu það og var skilið eftir til að deyja. Sú vísvitandi ákvörðun að fela meðgönguna og svo andlát barnsins var ekki hægt að sjá fyrir né koma í veg fyrir.”

Við réttarhöldin kom í ljós að sjaldgæft er að meðgöngu sé haldið leyndri og athæfi sem þetta er afar sjaldgæft.

Enginn var viðstaddur fæðinguna þannig enginn gat aðstoðað parið eða haft áhrif á örlög þess.

Báðir foreldrar áttu afar erfiða æsku – hún hafði verið á fósturheimilium og var í sérstökum skóla fyrir nemendur með ADHD. Hann var greindur með erfiða persónuleikaröskun með tilhneigingu til sjálfsvíga.

Móðirin sagði að samband þeirra hefði verið eldfimt. Hún hefði reynt að gefa barninu brjóst, en það hefði ekki viljað brjóstið. Þegar spurt var um hvort hún hefði ekki getað gefið því þurrmjólk sagði hún að faðirinn hefði ekki viljað gefa henni pening til þess.

Á eftirlitsmyndavélum sáust foreldrarnir fara að kaupa mat og áfengi fyrir sig, en ekkert fyrir barnið. Nokkrum dögum síðar sáust foreldrarnir fara með skókassann og fóru svo að versla.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!