KVENNABLAÐIÐ

Sjáðu þorpið sem Ed Sheeran keypti sér!

Hvað gerir þú þegar þú átt 160 milljón punda eins og „Íslandsvinurinn“ Ed Sheeran? Nú, þú kaupir þér þitt eigið þorp, ekki satt? Hinn 28 ára söngvari sem laðaði að 30.000 Íslendinga á tónleika keypti nokkur hús í heimabæ sínum Framlingham, Suffolk, Bretlandi.

Auglýsing

Árið 2012 keypti hann 17. aldar bóndabæinn Century Wynneys fyrir 450,000 pund og hefur svo bætt við Chestnuts einbýlishúsinu fyrir 525,000 pund, húsið Sunnyside fyrir 925,000, The Poplars fyrir 875,000 pund og Wynneys Hall fyrir 895,000 pund.

þorp FOR

Í þorpinu er (að sjálfsögðu) krá, tjörn fyrir fuglalífið og kirsuberjatrjáagarður. Ed elskar dýr þannig það er nóg pláss fyrir alla loðnu vini hans ásamt hænsnakofa og tveimur geitum.

Auglýsing

Ed hefur svo hug á að byggja tónlistarherbergi og kvikmyndasal neðanjarðar, sem hægt er að ganga að í gegnum neðanjarðargöng frá Lancaster Lock kránni, en hún heitir það eftir eiginkonu hans.

þo3

Verið er að byggja gróðurhús í viktoríustíl og ýmislegt annað, skv. Daily Mail.

Nágrannarnir voru ekki hrifnir í fyrstu, til dæmis töldu þeir tjörnina vera sundlaug. Verið er að ná samkomulagi við alla og gengur það vel.

þo1

Ed kvæntist Cherry Lancaster Seaborn í fyrra og verður þetta framtíðarheimili þeirra. Ed bað hennar í desember 2017 og þau giftu sig leynilega ári seinna. Þau hafa verið í sambandi frá því í skóla í Framlingham. Þau voru saman af og til en sambandið entist ekki þegar Cherry fór í háskóla í Bandaríkjunum. Þau hittust þó að nýju árið 2015 og endurvöktu sambandið. Besti vinur Eds, Taylor Swift, hélt partý af því tilefni ári seinna fyrir þau.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!