Birkir Örn póstaði tveimur myndböndum á Facebookgrúppuna Bakland Ferðaþjónustunnar um konu sem ákvað að skella sér í „smá sjósund“ í Reynisfjöru í dag.
Segir Birkir: „Það er spurning hversu langt þarf að ganga, eða kannski hversu langt sé hægt að ganga, til þess að hafa vit fyrir fólki. Þessi ákvað að það væri alveg tilvalið að skella sér í smá sjósund í Reynisfjöru í dag. Þegar hún var spurð hvort hún hefði einhverja hugmynd hversu margir hefðu drukknað þarna á ströndinni kom hún alveg af fjöllum.
Sagðist hafa valið að stinga sér til sunds af því hún hélt þetta væri svo öruggur staður til þess. Spurð hvort hún væri ekki læs sagði hún svo vera en hefði ekki séð nein skilti. Samt þarf einlægan vilja til að láta þau fram hjá sér fara þegar gengið er niður í fjöru.“