KVENNABLAÐIÐ

Milljarðamæringur býður þeim fúlgur fjár sem getur tælt eiginkonu hans tilvonandi

Ónafngreindur milljarðamæringur hefur nú sett auglýsingu á HushHush.com til að fá einhvern til að reyna að tæla konuna sem hann ætlar að kvænast…í þeim tilgangi að sjá hvort hún elski hann í raun.

HushHush kom þessu á framfæri, sem annars er venjulega gert, í þeirri von að hjálpa honum að finna líklegan aðila í þetta óvenjulega verkefni.

Auglýsing

Svo virðist sem þessi vellauðugi viðskiptajöfur vilji ráða „myndarlegan mann” til að þykjast vera ríkur maður og sá á að reyna að komast yfir tilvonandi eiginkonuna.

Er hann tilbúinn að greiða manninum 18.000 dali (um 2,2 milljónir ISK) fyrir verkefnið. Hann mun einnig sjá þátttakandanum fyrir lúxusíbúð, rándýrum bíl og pening fyrir aðgerðina.

HONNN

Auglýsing

Viðskiptajöfurinn réttlætir ákvörðun sína með að ráða faglegan „tælara” með því að segja að sumar kærustur hans hafi eingöngu verið með honum vegna peninganna. Hann vill vera handviss um að svo sé ekki með þessa sem hann hyggst kvænast í þetta sinn. Til dæmis segir hann að hún hafi neitað að gera kaupmála, og þrátt fyrir að þau hafi aðeins trúlofast fyrir nokkrum vikum er hún mjög „æst” í að ljúka brúðkaupinu af, þó engin sjáanleg ástæða sé fyrir hendi. Samt – hann elskar hana og vill vera viss um að það sé gagnkvæmt.

Sá sem fær þessa vinnu mun þurfa að vera í mjög góðu formi, andlitsfríður, hafa skegg og verður að geta leikið viðskiptajöfur á sannfærandi hátt. Brúðguminn tilvonandi viðurkennir að vera ekki í sínu besta formi og kominn af léttasta skeiði.

Sá sem stenst kröfurnar og fer í verkið veit hinsvegar ekki hversu langan tíma það mun taka. Annaðhvort fellur konan fyrir honum fljótlega eða það tekur einhvern tíma. Meginmarkmiðið er að sjá hvort ástin sé sönn, eða hvort hún ætli að fara frá honum fyrir yngri mann… Er þetta ekki efni í bíómynd?

HÉR getur þú sótt um!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!