Eins og svo margt annað varðandi foreldrahlutverkið eru skiptar skoðanir á notkun snuða fyrir börn. Margir foreldrar gætu ekki lifað án þeirra og sumir segja þær slæmar.
Þeim sem ekki líkar við snuddurnar segir að þær geti eyðilagt tennur og börnin geti orðið háð þeim.
Sem betur fer hætta flest börn að nota snuð þegar þau eldast. Hver er samt hinn rétti aldur til að hætta?
Ein móðir segist vera hrædd um að hafa „misst af lestinni” þegar kemur að því að venja dóttur hennar af snuði…en dóttirin er orðin sex ára!
Móðirin bað um hjálp á Mumsnet þar sem mæður skiptast á ráðum og má segja að hún hafi lent í hakkavél.
Byrjar hún póstinn sinn svona: „Ég verð að játa að dóttir mín sex ára notar enn snuð þegar hún sofnar. Ég veit hvað þið eruð að hugsa en hún fær bara snuð til að sofna, það hjálpar henni að slaka á fyrir svefninn.”
Heldur hún áfram og segir að stúlkan „sé meðvituð um að hún sé allt of gömul fyrir snuð og yrði í öngum sínum ef einhver myndi frétta af því.”
Til er hópur í Bretlandi sem heitir Ditch the Dummy 5 Day Challenge – semsagt að hætta með snuð á fimm dögum. Horfðu þær mæðgur á þátt hópsins og ákváðu að prófa. Segir móðirin: „Við horfðum á hann saman og sáum að börn, miklu yngri en hún, hættu með snuð án vandkvæða. Hún var spennt og sagðist ætla að byrja á sunnudeginum (í gærkvöld.)”
Heldur hún áfram: „Hún var spennt fyrir þessu…þar til hún fór upp í rúm. Þá fór hún að gráta, sagðist sakna snuddunar og grátbað okkur um hana. Hún sofnaði loksins, eftir að hafa grátið í þrjá tíma. Ég heyrði í henni alla nóttina kjökrandi. Það braut í mér hjartað. Í morgun sagði ég henni hvað hún hefði verið dugleg, en hún bara spurði hvort hún mætti fá snudduna í kvöld.”
Móðirin játar að vera á báðum áttum: „Á annan veginn er hún allt of gömul og á hinn veginn – hver er skaðinn? Þetta hefur ekki haft áhrif á tennurnar hennar, segir tannlæknirinn og talið er eins og það á að vera.”
Mömmurnar sögðu henni að hún yrði að sýna styrk og láta krakkann hætta með snuð. Ein skrifaði: „Þetta er ömurlegt uppeldi af þinni hálfu, þú verður að standa við þín mörk og vera styðjandi þegar henni finnst það erfitt, án þess að gefa eftir.”