Elvis Presley átti „ástkonu” löngu áður en hann hitti Priscillu! Þegar Elvis var í grunnskóla í Tupelo, Mississippiríki varð hann ástfanginn af Mary Magdalene Morgan, en það var löngu áður en hann varð rokkstjarna.
Elvis var svo hugfanginn af Mary að hann jafnvel varð sér úti um giftingarvottorð frá sýslumanni til að sýna henni hversu staðráðinn hann væri. „Ég held þau hafi gert það til að „sjokkera” fjölskyldurnar á sínum tíma,” segir elsti sonur Mary, Gary Kitchens (61). „Ég meina, þau voru svo ung, en þetta var einskonar heit þeirra á milli.”
Gary útskýrir frekar: „Þau komu bæði frá fátækum fjölskyldum þannig að vera með hvort öðru var þeim huggun.”
Turtildúfurnar voru óaðskiljanlega frá tíu til þrettán ára aldurs, en þeim var stíað í sundur þegar faðir Elvisar, Vernon, komst í kast við lögin og Presley fjölskyldan varð að flýja til Memphis Tennessee: „Mamma var algerlega niðurbrotin þegar Elvis og fjölskylda fóru frá Tupelo. Í nokkur ár fór hún að trénu þar sem Elvis hafði skorið „Love Forever” með hníf. Fyrir mömmu var þetta sönn ást.”
Í eitt skipti snemma á áttunda áratugnum reyndi Mary að hafa samband við Elvis til að hitta hann í Las Vegas, en hann fékk bréfið of seint og þau náðu ekki að hittast.
Gary segir að móðir hans hafi fengið áfall þegar Elvis lést, aðeins 42 ára, af völdum hjartaáfalls: „Hún var óhuggandi – það var eins og hluti af henni hafi látist einnig þann dag. Mamma óskaði þess oft að Elvis hefði verið bjargað og var döpur að hann var orðinn að döprum, skrýtnum manni, ólíkur þeim kærulausa og skemmtilega sem hún þekkti.”
Mary lést eftir erfið veikindi árið 2012, þá 77 ára að aldri. „Hún gleymdi Elvis aldrei!” sagði sonur hennar.