KVENNABLAÐIÐ

Selena Gomez talar ekki lengur við vinkonu sína sem gaf henni nýrað

Fyrrum besta vinkona söngkonunnar Selenu Gomez, Francia Raisa, gaf Selenu nýra árið 2017. Þær eru ekki lengur vinkonur og hafa ekki talast við í marga mánuði.

„Þær hafa ekki talað saman síðan í október,” segir vinur beggja kvennanna í viðtali við Radar.

Eins og slúðuraðdáendur vita brotnaði Selena niður í október 2018 og lagðist inn á geðsjúkrahús. Drykkja og neyslu var um að kenna, en hennar fyrrverandi, Justin Bieber gifti sig í september.

Francia (31) gaf Selenu nýrað sumarið 2017, en Selena er haldin lupus, sjúkdómi í stoðvef, og nýru hennar voru farin að gefa sig. Sagði Selena af því tilefni að án Franciu hefði hún látist: „Hún gaf mér raunverulega gjöf og fórnaði öðru nýra sínu fyrir mig. Ég er mjög blessuð.”

Aðeins nokkrum mánuðum eftir nýrnagjöfina sást Selena full á Four Seasons hótelinu í New York. Nýrnalæknirinn Dr. Robert Fafalak – sem hefur ekki umsjón með veikindum Selenu – sagði í viðtali að ef þeir sem haldnir eru sama kvilla og Selena héldu áfram að drekka gætu þeir dáið.

Auglýsing

Selena neitaði að tjá sig um áfengisneyslu sína þegar hún var spurð: „Einkalíf mitt, einhver sér mig fá mér vínglas? Mér er drullusama. Ég er ekki að reyna að fela mig, svona er líf mitt,” sagði hún í viðtali við Elle.

Francia var mjög veikburða eftir nýrnagjöfina: „Ég gat ekki haldið á hundinum mínum, hann er sjö kíló. Það var erfitt. Ég gat ekki farið með hann út að labba.”

Auglýsing

Francia hefur ekki sést í meira en ár með Selenu og óskaði henni ekki til hamingju með daginn 22 júlí.

Hvorug hefur tjáð sig um vinslitin eða hver staðan er á vinskapnum.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!