KVENNABLAÐIÐ

Elton John fagnar 29 ára edrúafmæli!

Söngvarinn dáði, Elton John, hefur verið án áfengis og eiturlyfja í 29 ár í dag, 29. júlí 2019. Tvítaði hann af því tilefni og fékk afar góðar viðtökur, enda um glæsilegan árangur að ræða.

Fyrir nærri þremur áratugum var hann nefnilega nær dauða en lífi af áfengis- og kókaínneyslu.

Auglýsing

„Fyrir 29 árum síðan var ég brotinn maður. Ég safnaði loksins nægu hugrekki til að segja þrjú orð sem myndu breyta lífi mínu: „Ég þarf hjáp.“ Takk allt óeigingjarna fólk sem hefur hjálpað mér á ferðalagi mínu gegnum edrúmennskuna. Ég er óendanlega þakklátur,“ sagði Elton sem er 72 ára.

Á yngri árum í Hollywood var John mjög háður bæði áfengi og kókaíni. Hann varð ráðgjafi stjarnanna, m.a. rapparans Eminem. Hann sagði í ár í viðtali við Variety um neysluna: „Það voru stundir þar sem ég hafði brjóstverki eða hafði vakað í þrjá daga samfleytt,“ sagði hann í viðtalinu sem tekið var á Cannes hátíðinni. „Ég fékk krampa, fannst á gólfinu og þeir settu mig í rúmið. Hálftíma seinna hélt ég samt áfram. Þetta er klikkað.“

Auglýsing

Tónlistarmaðurinn – sem á tvö börn með eiginmanni sínum David Furnish – viðurkennir að dópið var að breyta honum í annan mann og er hann þakklátur að hafa lifað af fíknidjöfulinn: „Ég er sigurvegari, ég hef sigrað margt. Lífið er fullt af gildrum, þótt þú sért edrú. Ég get dílað við lífið núna, því ég þarf ekki að hlaupa og fela mig.“

John er nú að fara í tónleikaferðalag um heiminn og svo ætlar hann að hætta svo hann geti eytt meiri tíma með fjölskyldunni. Hann gefur út æviminningar sínar í október 2019.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!