KVENNABLAÐIÐ

Sjáðu hvernig þessi kona leit út áður en hún var háð eiturlyfjum

Djúpar línur skera andlit þessarar konu sem er eitt af einkennum þess að hafa orðið ánetjaður eiturlyfjum.

Lynley Graham sat inni í 18 mánuði fyrir fíkniefnamisferli og birti lögreglan í Humberside, Bretlandi, mynd af henni. Graham hafði undir höndum heróín og kókaín og ætlaði að selja efnin, samkvæmt Grimsby Live.

Auglýsing

Eftir að myndin var birt á Facebooksíðu lögreglunnar fyrir helgi hóf fólk að ræða hversu tekin hin 53 ára kona væri. Ein sagði: „Ég er 64 ára gömul og lít út fyrir að vera ung miðað við hana. Er þetta lexía, að sýna hvað neysla getur gert við útlitið og húðina?”

do1

Annar sagði: „Við skulum vona að ungt fólk sjái hana og átti sig á hvað eiturlyf gera annað en að eyðileggja heilu fjölskyldurnar. “

do2

Misnotkun eiturlyfja valda fjölda dauðsfalla á ári og er Ísland ekkert undanskilið. Í Bretlandi voru 2500 dauðsföll rekin til eiturlyfja með einum eða öðrum hætti árið 2017.

do9

Að taka dóp í nefið getur valdið skemmdum á lifur, beinmerg og nýrum. Stöðug neysla getur valdið graftarkýlum og tannskemmdum – þekkt sem „meth mouth” í Bandaríkjunum. Ótímabær öldrun húðar er einn af fylgikvillum og lítur fólk oft út fyrir að vera helmingi eldra en það er.

do8

 

Rehabs.com, góðgerðasamtök í Bandaríkjunum, hafa birt ótrúlegar myndir af fólki með fíknivanda til að sýna hversu slæm áhrif neysla hefur á útlitið. Ekki er það bara húðin sem þjáist, heldur hafa eiturlyf áhrif á næstum allt kerfi líkamans – augun verða blóðhlaupin, augnasteinarnir skreppa saman eða þenjast út, húðin verður mislituð og gróf og andlitið bjúgað.

do33

Hjá sumum tekur þetta ekki endilega langan tíma, nokkurra ára neysla getur farið illa með marga.

Auglýsing

Margir neytendur kroppa í húð sína vegna tilfinningar um að eitthvað sé „skríðandi undir húðinni.” Einnig á fólk til að missa matarlyst og afleiðingin verður fólk í mikilli undirþyngd.

Kókaín veldur því að fólk fær sár á mörgum stöðum, það vessar úr sárunum og æðarnar minnka. Heróín veldur mjög þurri húð, og notendum klæjar stöðugt.

do3

Sir Angus Deaton, einn þekktasti hagfræðingur heims, sagði í maí á þessu ári að eiturlyfjaneysla og óhófleg áfengisneysla valdi fleiri dauðsföllum fólks á miðjum aldri en hjartavandi.

Í rannsókn sem gerð var árið 2017 kom í ljós að níu af hverjum tíu sögðu að sjá útlitsbreytingar vegna neyslu harðra efna gerði þá líklegri til að neyta þeirra ekki.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!