Vinsældir ilmkerta eru óumdeilanleg, enda yndislegt og kósí að finna góðan ilm á heimilinu. Það eru þó slæmar fréttir: Sérfræðingar segja að ást okkar á ilmkertum getur verið hættuleg bæði umhverfinu og manninum sjálfum.
Í Bretlandi eru ilmkerti sérstaklega vinsæl. Bretar eyða um 90 milljónum punda í ilmkerti á ári hverju. Í skýrslu frá Clean Air Strategy sem kom út fyrr á árinu segir að fólk þurfi að endurhugsa notkun sína á ilmkertum.
Ilmkerti ásamt allskonar hreinsiefnum sem notuð eru á heimilum og örnum eru til umræðu í skýrslunni, en talið er að um 36.000 manns látist á ári hverju vegna þessa.
Michael Gove ritari hjá umhverfisstofnun Bretlands segir að nú verði kertaframleiðendum sagt að draga úr losun útblásturs frá ilmkertum. Einnig verður þeim gert að setja viðvörunarlímmiða á vörurnar sínar.
Talið er að um 81% Breta noti ilmefni s.s. kerti og dreifara (e. diffusers) til að láta hús sín ilma. Flest kerti eru gerð úr paraffínvaxi og aðrar rannsóknir sýna að það getur verið krabbameinsvaldandi efni. einnig er það hættulegt fólki með öndunarvanda, s.s. astma.
Sum kertafyrirtæki notast við kveik sem vafinn er í bómul sem vafinn er svo aftur í málm, sem getur einnig leitt til lungnavanda.
Ef þú getur ekki hætt að nota ilmkerti (!) er ráð að lesa á umbúðirnar. Náttúrulegt vax, t.d. soya er hreinasta vaxið og gefur frá sér tíu sinnum minna sót en paraffínkerti. Kveikurinn ætti að vera stuttur, helst með bómullarþræði. Einnig ættir þú að minnka brennslutíma kertisins til að minnka efnin sem fara út í umhverfið.