Hertoginn og hertogaynjan af Sussex eru sennilega ekki auðveldustu nágrannar sem hægt er að fá, en nágrannar þeirra hafa verið varaðir við að tala ekki við þau eða biðja um að fá að sjá Archie.
Þessar furðulegu reglur „má og má ekki skipanir” voru settar fram á íbúafundi fólks sem býr nálægt Frogmore Cottage þar sem Harry og Meghan búa í Windsor.
Einn íbúi sagði í viðtali við The Sun: „Þetta væri kannski fyndið ef þetta væri ekki svona yfirdrifið.”
Meghan og Harry, foreldrar Archie, eru staðráðin í að láta ekki trufla sig.
Nágrönnum var skipað að: „Ekki nálgast eða hefja samræður ef þú sérð konunglegu hjónin. Þú mátt segja: „Góðan dag,” eða álíka ef þau tala við þig. Ekki klappa hundunum þeirra, jafnvel þó þeir nálgist þig, ekki biðja um að fá að fara með hundana þeirra í göngutúr. Ekki biðja um að fá að sjá Archie eða passa hann. Ekki setja neitt í póstkassann þeirra.”
Þrátt fyrir að reglurnar séu stífar, er ekki Meghan um að kenna. Buckinghamhöll segir að þetta séu reglur sem komi að ofan, án þeirra vitundar.
Nágranni segir samt: „Þetta er með ólíkindum. Við höfum aldrei heyrt annað eins. Allir sem búa hér vita alveg hvernig á að hegða sér. Okkur er ekki sagt að tipla á tánum í kringum drottninguna sjálfa. Hún elskar þegar fólk nálgast hana.”
Ingrid Seward, sem er vel að sér í málefnum fjölskyldunnar segir að verið sé að giska á hvað Meghan og Harry vilji með þessum reglum. Hún segir þó: „Þetta er skrýtið, því það er mög breskt og kurteist að bjóða góðan dag og klappa hundi. Drottningin sjálf spjallar alltaf við nágranna og býður þeim stundum í te. Hún er vingjarnleg við þá. Þetta með að mega ekki klappa hundinum er afskaplega furðulegt.”
Meghan hefur fengið það orð á sig að vera mjög erfið. Fáir vilja vinna með henni og reglurnar sem hún setur (og brýtur) hafa fallið í grýttan jarðveg.