KVENNABLAÐIÐ

Rutger Hauer látinn, 75 ára að aldri

Leikarinn Rutger Hauer, sem var einkum frægur fyrir að hafa leikið í Blade Runner (1982) er látinn. Lést hann í Hollandi eftir stutt veikindi.

Auglýsing

Lék Rutger morðingjann Roy Batty í Blade Runner, sem var leikstýrt af Ridley Scott en í henni var einnig Harrison Ford.

Jarðarförin fór fram í dag, miðvikudaginn 24. júlí.

Auglýsing

Lék hann í mörgum fleiri myndum og var þekktur af mörgum sem „B-mynda leikari“ en hlutverkin voru t.d. persóna Van Helsing í Dracula 3D, Sin City, Batman Begins, og vampíran Barlow í Salem’s Lot – miniseríur Stephen King frá árinu 2004.

Rutger lék alveg fram á síðasta dag, svo að segja.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!