Vísindakirkjan er með sín eigin hugtök yfir veraldlegt fólk og hvernig hún sér heiminn. Það virðist vera sem svo að fyrrum meðlimur kirkjunnar segir að Tom Cruise sjái Suri ekki sem dóttur sína, að hann trúi að hún sé í rain ekki hans barn.
Sam Domingo sem hefur verið talskona þess að fólk gangi ekki í trúarregluna (e. cult) segir að Suri sem Tom á með Katie Holmes sé ekki neitt annað en „vera” og þau muni sjást seinna í öðru lífi.
„Ég er samt viss um að ef hann gæti „bjargað” Suri myndi hann hrifsa hana úr fanginu á Katie,” segir Sam (51). „En vitið þið hvað? Hann getur líka náð til hennar í næsta lífi, þannig það skiptir ekki öllu. Hann trúir að hún sé ekki barnið hans í raun og veru.”
Sam segir að þessi útskýring sé ekki hennar persónulega skoðun. Meðlimum Vísindakirkjunnar er kennt að andar geti tekið sér bólfestu í mismunandi líkömum. „Kirkjan hefur þá hugmynd að börn séu bara „thetan” eða andar í litlum líkama. Ef barn deyr er þeim í raun alveg sama. Þú getur eignast annað og þessi andi sem hvarf kemur aftur í öðrum líkama.”
Suri er orðin 13 ára síðan í apríl. Hún hefur þó ekki sést á mynd með föður sínum síðan 2013. Ástæðan er sú að Tom vill ekki hafa neitt samband við Katie.
„Tom má ekki fá neina andlega leiðsögn í kirkjunni ef hann hefur samband við Katie, þannig hið sama gildir um Suri.”