KVENNABLAÐIÐ

Ferðamenn varaðir við að kaupa alsælutöflur á Spáni eftir andlát 19 ára stúlku

19 ára stúlka tók alsælu sem var „styrkt með rottueitri.” Hefur verið gefið út viðvörun til ferðamanna að kaupa ekki alsælutöflur (e. ecstacy) sem ekki er vitað hvað er í (og sjaldnast veit fólk það).

Milagros Alanis Moyano lést nokkrum dögum eftir að hún varð veik eftir að hafa verið á tónlistarhátíð í Palma síðastliðinn sunnudag, 14 júlí.

als2

Milagros, sem er argentínsk, flutti frá Majorka fyrir sjö mánuðum síðan ásamt tvíburasystur sinni Lourdes. Hún lést í dag, sunnudaginn 21 júlí á sjúkrahúsi í Barcelona.

Faðir hennar Paolo póstaði mynd af gulri töflu með hauskúpumerki á samfélagsmiðla, varandi aðra við að taka dópið: „Ég myndi vilja vita hver seldi litlu stelpunni minni þetta eitur þannig ég gæti sett kúlu í hausinn á honum.”

als4

„Hún sendi okkur myndband af sjálfri sér dansandi á Instagram áður en hún endaði á spítalanum. Þetta er síðasta augnablikið af henni á lífi. Hún var svo falleg þegar hún fór á tónleikana, hún talaði við okkur á WhatsApp og við sögðum henni að skemmta sér vel en fara varlega. Helv*** bastarðarnir tóku hana frá mér og drápu hana. Það er mjög erfitt að segja þetta en ég þurfti að skoða eitt af tattoo-unum hennar til að þekkja hana því hún leit ekki út eins og sama stelpan. Fallega Alanis mín, bara 19 ára.”

Auglýsing

Í öðrum pósti skrifaði Paolo: „Þeir sem tóku líf dóttur minnar munu aldrei hvílast á ný. Það verða þeirra örlög að ég uppgötvi að þeir dóu eins og rottur. Bless ástin mín. Ég elska þig.”

als

Alanis, sem er upprunalega frá Mar de Plata í Argentínu var flutt á spítalann eftir tónlistarhátíðina í Son Fusteret þar sem hinn ítalski DJ Marco Carola kom fram.

Auglýsing

Fólk sem var á svæðinu fór að tala um andlátið og var mjög slegið: „Fólk þarf að vera vakandi og taka ekki hvaða skít sem er,” sagði einn og annar sagði: „Njótið ykkar á öruggan hátt. Hvíli hún í friði. Styrkur og ást til foreldranna.”
Einn sagði einnig: „Vinkona mín sem var á tónleikunum sendi mér mynd af pillunni. Sem betur fer tók hún hana ekki.”

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!