19 ára stúlka tók alsælu sem var „styrkt með rottueitri.” Hefur verið gefið út viðvörun til ferðamanna að kaupa ekki alsælutöflur (e. ecstacy) sem ekki er vitað hvað er í (og sjaldnast veit fólk það).
Milagros Alanis Moyano lést nokkrum dögum eftir að hún varð veik eftir að hafa verið á tónlistarhátíð í Palma síðastliðinn sunnudag, 14 júlí.
Milagros, sem er argentínsk, flutti frá Majorka fyrir sjö mánuðum síðan ásamt tvíburasystur sinni Lourdes. Hún lést í dag, sunnudaginn 21 júlí á sjúkrahúsi í Barcelona.
Faðir hennar Paolo póstaði mynd af gulri töflu með hauskúpumerki á samfélagsmiðla, varandi aðra við að taka dópið: „Ég myndi vilja vita hver seldi litlu stelpunni minni þetta eitur þannig ég gæti sett kúlu í hausinn á honum.”
„Hún sendi okkur myndband af sjálfri sér dansandi á Instagram áður en hún endaði á spítalanum. Þetta er síðasta augnablikið af henni á lífi. Hún var svo falleg þegar hún fór á tónleikana, hún talaði við okkur á WhatsApp og við sögðum henni að skemmta sér vel en fara varlega. Helv*** bastarðarnir tóku hana frá mér og drápu hana. Það er mjög erfitt að segja þetta en ég þurfti að skoða eitt af tattoo-unum hennar til að þekkja hana því hún leit ekki út eins og sama stelpan. Fallega Alanis mín, bara 19 ára.”
Í öðrum pósti skrifaði Paolo: „Þeir sem tóku líf dóttur minnar munu aldrei hvílast á ný. Það verða þeirra örlög að ég uppgötvi að þeir dóu eins og rottur. Bless ástin mín. Ég elska þig.”
Alanis, sem er upprunalega frá Mar de Plata í Argentínu var flutt á spítalann eftir tónlistarhátíðina í Son Fusteret þar sem hinn ítalski DJ Marco Carola kom fram.
Fólk sem var á svæðinu fór að tala um andlátið og var mjög slegið: „Fólk þarf að vera vakandi og taka ekki hvaða skít sem er,” sagði einn og annar sagði: „Njótið ykkar á öruggan hátt. Hvíli hún í friði. Styrkur og ást til foreldranna.”
Einn sagði einnig: „Vinkona mín sem var á tónleikunum sendi mér mynd af pillunni. Sem betur fer tók hún hana ekki.”