Tvítug móðir lenti í því ömurlega atviki að hafa fengið konu heim til sín til að setja á hana augnháralengingar af tegundinni „Russian Glam” en mistökin ollu henni skelfilegum sársauka.
Varar hún konur við að fara ekki nema til viðurkenndra aðila þegar kemur að því að setja á augnháralengingar.
Shannon Horne frá Devon í Bretlandi varar konur við því að ekki á að setja fölsku augnhárin á augnlokin, heldur eins og nafnið gefur til kynna, á að setja þau fölsku á augnhárin sem fyrir eru.
Shannon fann konuna á Facebook. Um leið og konan var búin að setja hárin á vissi hún samstundis að eitthvað var að. Sagði hún við Devon Live : „Hún límdi augnhárin á augnlokin á mér. Þau voru öll klesst saman. Um leið og hún var farin var eins og eitthvað væri fast í auganu á mér.”
Sagði hún að konan hefði notað „allt of mikið lím” og var hrædd um að hún hefði eyðilagt hennar eigin augnhár.
Shannon segir: „Ég er ekki þannig kona að ég sé til í rifrildi, en ég ákvað að hafa samband við hana og segja mér hvernig mér leið. Ég bað um hluta endurgreiddan en hún þverneitaði og sagði það ekki vera séns.”
Konan stakk upp á að hún myndi setja önnur augnhár á hana en Shannon vildi ekki taka áhættuna.
Að lokum voru henni endurgreidd 30 pund af þeim 50 sem hún greiddi upphaflega, en konan neitaði að gefa henni frekari upplýsingar og „blokkaði” hana á Facebook.
Þegar hún póstaði neikvæðum ummælum um hana hótaði konan henni lögfræðingum.
Shannon póstaði myndum og sagði: „Eins og þið sjáið er fullt af lími á augnhárunum og stumt af því borast inn í augnlokið, gerandi allt mjög óþægilegt. Þetta hefði orðið sérlega slæmt ef ég hefði ekki látið fjarlægja þetta um leið. Mín eigin augnhár hefðu getað skemmst.”
Endaði hún á að borga snyrtifræðingi 30 pund fyrir að taka augnhárin af næsta dag. Hún sagði að það hefði verið „svo ofboðslega sársaukafullt” og hún teldist heppin að hafa bara tapað sex eða sjö af hennar eigin augnhárum.
Hún sagði: „Auðvitað er ég ekki ánægð með þetta. Ég er bara að setja þetta þarna út til að fólk geti tekið viðvöruninni til framtíðar. Ég held að fólk ætti að vita af svona löguðu. Ekki treysta hverjum sem er fyrir útlitinu.”