KVENNABLAÐIÐ

Hefur hvorki klippt né þvegið á sér hárið í 40 ár

63 ára indverskur maður rataði í fréttirnar þar sem hann hefur hvorki þvegið né klippt á sér hárið í fjóra áratugi. Hann hefur hárið bara í „dreddum“ en þeir eru um tveir metrar á lengd.

Sakal Dev Tuddu vefur því hárið í klút svo hann stígi ekki á það. Sakal býr í þorpinu Mandada í austurhluta Indlands. Hann hefur safnað hári síðan hann var 22 ára gamall. Af einhverjum ástæðum fór hann ekki í klippingu í heilt ár. Svo „vaknaði“ hann bara einn daginn og sá að lokkarnir voru allir flæktir í það sem hann kallar „jatta“ (e. dreadlocks).

Auglýsing

Taldi Sakal að hárið væri blessun hindúaguðsins Shiva og ákvað að þvo það aldrei eða klippa aftur. Nú eru lokkarnir um tveggja metra langir og ná fyrir löngu niður á gólf. Til að koma í veg fyrir að hárið verði enn skítugra (ef það er þá hægt!) vefur hann það í klæði þegar hann fer út.

Þegar hann hóf að safna hári fór fólk að þekkja hann sem ‘Mahatma Ji’ meðal fólksins í Mandada, og þykir það mikill virðingarvottur. Telur fólk hann hafa heilunarmátt og koma til hans frá öllu Indlandi til að fá heimatilbúnar mixtúrur til lækninga.

Auglýsing

Sakal er ekki fyrsti maðurinn til að safna hári. Maður frá Gujarat í Indlandi safnaði 19 metra hári fyrir nokkrum árum!

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!