KVENNABLAÐIÐ

Meghan og Harry spáð öðru barni á næsta ári

Aðdáendur Meghan Markle voru afskaplega glaðir í dag þar sem sérfræðingur í bresku konungsfjölskyldunni sagði að hertogaynjan myndi eflaust tilkynna um aðra meðgöngu fljótlega.

Auglýsing

Hertoginn og hertogaynjan sem eignuðust Archie núna í maí, eru afar upptekin og er Afríkuferð í kortunum í haust. Þrátt fyrir að mikið skipulag sé í kringum þá ferð er líka skipulag í kringum fjölskyldulífið.

Melanie Bromley, sérfræðingur í konungsfjölskyldunni sem oft hefur verið sannspá, segir að annað konunglegt barn kunni að vera í kortunum.

Í viðtali við E! sagði hún aðspurð um annað barn: „Ég held það komi og það muni gerast fljótlega. Ég held hún verði ólétt um þetta leyti árs á næsta ári. Þau verða í Afríku í haust, þannig þau verða upptekin, þannig eftir það.”

Veðbankar í Bretlandi voru fljótir að taka við sér og segir talsmaður veðbankafyrirtækisins Coral,Alex Apati: „Við höfum verið kaffærð í veðmálum undanfarna daga um að Harry og Meghan eignist barn árið 2020, og alltaf í tengslum við veðmál af þessu tagi – er sjaldan reykur án elds. Það virðist vera barnatíska í gangi í fjölskyldunni og þrátt fyrir að hún hafi fætt barn fyrir nokkrum viku yrðum við ekki hissa ef annað kæmi fljótlega!”

Búið er að skíra Archie litla og var hátíðleg athöfn af því tilefni. Harry og Meghan hafa þó ekki gefið upp hverjir guðforeldrar hans eru. Þau hafa verið gagnrýnd fyrir það.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!