KVENNABLAÐIÐ

Tegund húðar, sólbruni og sólarvarnir

Fölir íbúar norðurálfu brenna fljótt ef aðgát er ekki sýnd við sólböð. Til að koma í veg fyrir sólbruna er æskilegt er að kunna skil á nokkrum atriðum. Hér er fjallað um nokkur atriði sem vert er að hafa í huga áður en lagst er í sólbað:

Húðgerð

Húð fólks er mismunandi og bregst misjafnlega við sólinni. Kannaðu hvaða fullyrðing hér að neðan á við þegar þú ferð í fyrsta sólbað sumarsins – án þess að nota sólarvörn.

Fullyrðingar:

  1. Ég sólbrenn alltaf og verð aldrei brún/n.

Svarið er einfalt fyrir einstaklinga sem alltaf brenna í sól Forðast ber sólina algerlega. Æskilegt er að hylja húðina með fatnaði og sætta sig við að fá ekki brúnan lit. Sé húðin varin verður hún ekki fyrir skaða. Fíngerð, föl húð verður ekki eins hrukkótt og húð þeirra sem eru mikið í sól. Fölt er fínt!

  1. Ef ég fer í nokkurra klukkustunda sólbað í fyrsta sinn um vorið, er ég sólbrunnin/n og aum/ur eftir sólarhring.

Fara skal gætilega og jafnvel foraðst að verða sólbrún/n. Hætta er á að húðin skaðist sem gæti síðar leitt til húðkrabbameins. Þeim sem ekki standast freistinguna að baða sig í sólinni er ráðlagt að nota sterka sólarvörn t.a.m. með varnargildi 15 til 20. Þegar húðin hefur vanist sólinni er hægt að nota sólarvörn með minni vörn, þó ekki neðar en varnargildi 8.

Auglýsing
  1. Ég verð ljósbrún/n á viku.

Nota ber sterka sólarvörn í eina til tvær vikur. Síðan er hægt að prófa sig áfram með sólarkremi sem inniheldur minni vörn. Hið sama á við líkt og í fullyrðingunum hér að ofan: Húðin getur borið skaða ef hún er ekki nægilega varin.

  1. Ef ég fer í nokkurra klukkustunda sólbað fyrst um vorið er ég með vægan sólbruna eftir sólarhring. Ég verð miðlungsbrún/n á viku.

Nota skal sólarkrem með varnargildinu 8. Húðin verður áfram brún en etv. ekki eins dökk og ef sólarvörn er ekki notuð. Fólk sem er hörundsdökkt skaðar síður húðina með sólböðum. Hins vegar getur of mikil sól leitt til hrukkumyndunar og skaða.

  1. Ég sólbrenn aldrei þó ég sé í sól í klukkutíma og ég verð verulega sólbrún/n á viku.

Fyrstu dagana ættu sólböð ekki að vara lengur en 15 – 20 mínútur. Geislar sólarinnar eru sterkastir milli kl. 11 og 14. Á þeim tíma er mikilvægt að fara gætilega. Börn eru oft lengur úti í sólinni en fullorðnir. Lítil börn eru sérlega viðkvæm fyrir sólinni og þau þarf að verja vel. Þó að sólbruni virðist jafna sig, getur hann síðar komið fram sem húðkrabbamein, t.d. í fæðingarblettum.

Lyf, ilmefni og þungun.

Sum lyf geta valdið ofnæmi þegar sá sem neytir þeirra er mikið í sól. Ofnæmið brýst oft fram sem heiftarleg útbrot eftir sólböð eða útivist í sólskini. Ágætt er að spyrja lækni eða lyfjafræðing nánar út í virkni lyfsins áður en farið er í mikla sól.

Hið sama getur átt við um viss ilmefni, og einnig um einstaka ilmlaus krem.

Vanfærar konur þurfa að gæta sín á sólinni og að ofhitna ekki. Við mikinn hita streymir blóðið mikið til húðarinnar sem getur haft áhrif á fóstrið.

Nokkur atriði um sólarvarnarkrem

Sólarvarnarefni eru miskröftug og er styrkleikinn gefinn upp sem „Faktor“ (stuðull). Tvenns konar stuðlar eru notaðar við skilgreiningu á varnarstyrk sólarvarnarefna, sá ameríski, SPF (Sun Protection Factor) og sá evrópski. Forsendur skilgreiningarinnar eru mismunandi. Almennt má segja, að bandaríski stuðullinn sé u.þ.b. tvöfalt hærri en sá evrópski. Það þýðir að sólarvörn sem framleidd er í Bandaríkjunum og hefur gildið 8 hefur álíka gildi og evrópskt krem með gildinu 4.

Evrópska kerfið byggist á því hversu lengi íbúi norður-Evrópu sem jafnan er með föla húð getur verið í sólskini áður en húðin verður rauð og aum. Almennt er reiknað með 15 – 20 mínútum í byrjun sumars. Almennt gildir að ef einstaklingur notar sólarvörn t.a.m.með stuðlinum 8 getur viðkomandi verið 8 x 20 mínútur (160 mínútur) í sólinni, áður en húðin verður rjóð og aum.

Hafa ber í huga að sólarvörn er útbúin til að verja húðina gegn sólbruna. Sólaráburður er hins vegar ekki vörn gegn þeim geislum sem talið er að valdi húðkrabbameini.

Til að sólarvörnin komi að tilætluðum notum þarf að bera sig rétt að.

Mikilvægt er að bera á sig sólarvörnina áður en farið er út í sólina. Smyrja þarf vel af kreminu á húðina til að vörnin virki. Ef smurt er á þunnu lagi næst ekki sú vörn sem umbúðirnar segja til um.

Efnið dofnar smátt og smátt og sólarvörnin er talsvert minni eftir eina eða tvær klukkustundir.

Ekki er ráðlagt að treysta á sólarvörn ef tiltekin svæði líkamans eru mjög viðkvæm. Ágætt er að hylja viðkvæm svæði líkamans með fatnaði eða handklæði.

Nokkur minnisatriði

Hættan á sólbruna er einnig fyrir hendi þrátt fyrir að skýjað sé. Um 30 – 50% útfjólublárra geisla sólar ná í gegnum skýin.

Meiri hætta er einnig á sólbruna þegar vindur blæs því viðkomandi finnur síður fyrir geislum sólar og hitanum sem frá þeim streyma.

Þegar dvalið er nærri sjó eða snjó margfaldast hættan á sólbruna.

Vatns- og sjóböð auka líkur á sólbruna. Hægt er að fá vatnshelda sólarvörn eða nota efni sem byggjast á liposomum. Gagnstætt öðrum efnum virka liposomum efni undir yfirborði húðarinnar.

Varast ber áreynslu í hita og forðast ber að láta húðina verða rauða. Stutt og áköf sólböð eru skaðleg og geta hraðað þróun krabbameins í fæðingarblettum, sem einnig kallast illkynja melanoma.

Auglýsing

Vökvatap með svita undir kringumstæðum mikils hita getur valdið blóðþrýstingsfalli og yfirliði.

Hvernig bregðast skal við sólbruna

Sólbruni er brunasár af völdum sólarinnar. Yfirleitt er um að ræða fyrstu gráðu bruna, einstaka sinnum annarrar gráðu bruna. Við vægum sólbruna er best að nota sólaráburð (after sun) og forðast sól í 1 – 2 daga. Við alvarlegri bruna má nota hydrókortisónkrem 1 % eða kvalastillandi hlaup í litlum mæli. Hvort tveggja fæst í lausasölu í lyfjaverslunum.

Gott er að kæla brunna svæðið með svölu vatni (ca. 25 °C) í 1/2 – 1 klukkustund til að lina Varúð skal þó höfð þegar börn brenna því þau geta ofkólnað illa.

Leitaðu læknis:

Ef húðin hleypur upp í blöðrum

Ef kornaabörn eða smábörn sólbrenna

Ef húðin verður rauð og sárkvalin

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!