Dýrin eru mögnuð, ekki satt? Risa skata (e. manta ray) var mynduð eftir að hún „bað“ kafara um hjálp. Þekkti hún kafarana þar sem þeir köfuðu oft nálægt henni. Jake Wilton, neðansjávarljósmyndari og leiðsögumaður í Ningaloo Bay í Ástralíu, sá skepnuna sem er kölluð Frekna (e. Freckles) og sá að eitthvað var að.
Jack var að jafa með breskum sjónvarpsmönnum og sjálfarlíffræðingum þegar skatan nálgaðist þau. Skatan er um þrjátíu ára gömul. Öngull var fastur undir auga hennar og gat Jack því fjarlægt hann og létt henni lífið.
Segir hann: „Ég leiðbeini köfurum um svæðið og það var eins og hún þekkti mig og treysti mér til að hjálpa henni. Hún kom nær og nær og fór að opna augað nálægt mér. Ég vissi við yrðum að ná önglinum úr auganu.“
Monty Halls sem var um borð í bátnum segir: „Jack fór aftur og aftur niður. Hún hreyfði sig aldrei. Ég er viss um að skatan vissi að Jake var að ná önglinum úr.“