Elísabet II Bretadrottning hefur ríkt lengst allra, í 67 ár með Philip prins sér við hlið. Drottningin hefur séð ótrúlegustu breytingar og óteljandi sögulega atburði síðan hún tók við krúnunni árið 1952, en það er eitt sem hún hefur aldrei skilið við sig á þessu ferðalagi: Svörtu handtöskuna sína!
Drottningin er fræg fyrir litagleði sína í fatnaði og aukahlutum, en handtaskan er alltaf eins. Hin 93 ára drottning hefur verið með handtöskur frá Launer síðan snemma á sjöunda áratugnum, en þrjú snið eru hennar uppáhald: Svört leður Royale, lítil og snjöll Traviata og þriðja taskan er sérhönnuð fyrir hana.
Drottningin er alltaf með Traviata töskuna á ferðalögum.
Hún er sögð eiga meira en 200 töskur, allar frá Launer, en tengingin við þessar töskur hófust með móður hennar, Elizabeth Bowes-Lyon. Drottningarmóðirin fjárfesti í sinni fyrstu Launer tösku á fimmta áratugnum og gaf svo dóttur sinni eina slíka. Ást hennar á þessum töskum hefur enst í gegnum árin.
Framkvæmdastjóri Launer, Gerald Bodmer sagði í viðtali við Town and Country Magazine að drottningin panti fimm sérhannaðar töskur á ári, en þær eru lítið frábrugðnar þeim sem voru framleiddar á fimmta áratuginum.
Sagði hann einnig að Drottningin vildi aðeins lengri handföng þannig þau þvælist ekki fyrir þegar hún heilsar fólki: „Hún er ekki hrifin af rennilásum, handföngum yfir öxlina eða mörgum skilrúmum…hún vill handfang sem hún kemur höndinni auðveldlega í gegnum og getur opnað hana og gengið að því sem er í töskunni.”
Glamour Magazine segir að í tösku Drottningar sé: Lítill spegill, varalitur frá Clarins, myntur, lesgleraugu, penni og á sunnudögum er nýstraujaður fimm eða tíu punda seðill til að gefa í kirkjunni.”
Sagnfræðingurinn Hugo Vickers sagði svo við People Magazine árið 2011 að drottningin noti Launer töskurnar sínar til að senda leynileg skilaboð til starfsmanna sinna og ferðafélaga. Þegar hún er búin að ræða við einhvern, lyftir hún töskunni til að láta vita að hún sé tilbúin að halda áfram! Ef henni líður sérlega óþægilega, setur hún töskuna á gólfið. Það þýðir að hún vill komast í burtu eins fljótt og hægt er.