Söngdívan Ariana Grande er á forsíðu Vogue tímaritsins fyrir ágústmánuð 2019, en blaðið kemur í verslanir þann 23. júlí næstkomandi. Í fyrra lést fyrrverandi kærasti hennar, rapparinn Mac Miller, af völdum ofneyslu eiturlyfja.
Ariana (26) segir að hún sé fullkomnunarsinni: „Ég er, ókei, ég fer í tónleikaferðalag. En það er erfitt að syngja um hluti þegar sárið er ógróið. Þetta er skemmtilegt, þetta er poppmúsík, og ég er ekki að reyna að láta það hljóma öðruvísi, en þessi lög tákna helv. mikið fyrir mig.“
Aðspurð um sorgina sem hún hefur þurft að eiga við vegna Macs segir hún að sorgin hafi litað allt hennar líf: „Við áttum eitthvað sem var alls ekki fullkomið, en f**k. Hann var besta manneskja í heimi og átti ekki skilið þessa djöfla sem hann dró með sér. Ég var límið hans í svo langan tíma og mér fannst ég…verða minna og minna lím. Hlutirnir fóru að fljóta bara í burtu.“
Ariana segir einnig að hún hafi notað tónlistina til að komast af. Hún viðurkennir að muna ekki mikið af þessum mánuðum því hún var: „a) svo full og b) svo sorgmædd. Ég man ekki hvernig það byrjaði eða endaði, en allt í einu átti ég tíu lög. Ég held þetta sé fyrsta platan og fyrsta árið í lífi mínu þar sem ég átta mig á að ég get ekki hætt að finna sjálfa mig, vera með sjálfri mér. Ég hef alltaf verið á föstu. Ég hef alltaf haft einhvern til að bjóða góða nótt. Þannig að Thank U, Next var tímapunktur sjálfsuppgötvunar. Þetta var erfitt að horfast í augu við. Engar truflanir. Þú þarft að laga allt þetta drasl.“