Fyrrum leikmaður Liverpool, Daniel Sturridge, lenti í ömurlegu atviki í dag, en ástkærum hundi hans af Pomeranian tegund var stolið í innbroti á heimili hans í Bandaríkjunum. Póstaði Daniel hjartnæmu myndbandi þar sem hann segist borga „hvað sem er“ til að fá Lucci aftur heim.
Sýnir myndbandið einnig brotna hurð þar sem þjófarnir komust inn á heimili hans í Los Angeles.
Sturridge segir: „Einhver hefur brotist inn í húsið í LA og tekið hundinn minn. Hlustaðu, einhver sem veit hver braust inn í húsið, ég borga þér hvað sem er.“
Segist honum vera fúlasta alvara með þessu: „Ég vil vita hver tók hundinn minn!“ Sagði hann einnig að einhverjum pokum hefði verið stolið af efri hæðinni. Fótboltastjarnan segist borga 20-30 þúsund dollara hverjum þeim sem færði honum Lucci aftur.