Hún var ung, hæfileikarík og falleg leikkona sem gekk með sitt fyrsta barn. Sharon Tate var aðeins 26 ára og gengin átta mánuði á leið þegar trúarregla fjöldamorðingjans Charles Manson myrti hana á hrottalegan hátt. Sagan er rifjuð upp enn einu sinni í nýrri mynd Quentin Tarantino, „Once Upon a Time in Hollywood,“ en Margot Robbie leikur Sharon í myndinni.
