Söngvarinn þekkti, Stevie Wonder (69), kom aðdáendum sínum í opna skjöldu þegar hann tilkynnti á tónleikum, laugardagskvöldið 6 júní að hann þyrfti að taka sér hlé frá tónleikaferðum því hann þyrfti að fá nýtt nýra í haust.
Tónlistaríkonið sagði við salinn í lok tónleika í Hyde Park, British Summer Time: „Svo, þetta er það sem er að fara að gerast. Ég er að fara í aðgerð. Ég þarf að fara í nýrnaígræðslu í september á þessu ár. Ég er góður, alveg góður. Ég hef nýrnagjafa, þetta er allt í góðu.”
Svo sagði hann: „Ég vil að þið vitið öll að ég kom hér til að gefa ykkur ást mína og þakka ykkur fyrir ykkar. Þið þurfið ekki að heyra sögusagnir um eitthvað…ég sagði ykkur hvað væri í gangi. Ég er góður. Allt í lagi?”
Í slúðurmiðlum vestanhafs hafa fréttir birst um óstöðugt heilsufar hans. Vildi Stevie því „hreinsa loftið” og segja frá því að hann myndi halda þrenna tónleika og fara svo í „pásu” til að komast í aðgerðina.
Þúsundir aðdáenda fögnuðu þegar hann lauk máli sínu.
Stevie Wonder slær aldrei slöku við og er alltaf að koma fram. Hann kom nýlega fram á minningarathöfn um rapparann Nipsey Hussle í Los Angeles.
Söngvarinn, sem hefur unnið 25 Grammy verðlaun, byrjaði að syngja sem barn í Motown og var þá þekktur sem „Little Stevie Wonder.”
Hans helstu lög eru „Uptight,” „You Are The Sunshine of My Life,”„Part Time Lover,“ „My Cherie Amour,” og „Living for the City.”
Á tónleikunum á laugardag tók hann sér tíma til að minnast fallinna félaga á borð við Arethu Franklin, Marvin Gaya og John Lennon.
Stevie hefur verið kvæntur þrisvar, en árið 2017 gekk hann að eiga Tomeeku Robyn Bracy sem er mun yngri en hann.
Hann á stóra fjölskyldu- níu börn með fimm konum- þannig þau hafa öll sennilega áhyggjur af komandi aðgerð.