Stúlka sem segist vera „lifandi dúkka“ eins og er mikið í tísku þessi misserin segist hafa fundið gríðarlegan létti með því að tjá pesrónulegan stíl á þann hátt. Skye McLaughlin er frá Perkiomenville í Pennsylvaniuríki og þurfti hún að þola mikið harðræði, kynferðislega misnotkun og einelti á uppvaxtarárum sínum. Hún lærði að eiga við það með því að sameina ást sína á list, förðun og tísku til að búa til sitt eigið „lúkk.“
Innblásturinn sækir hún í drag, trúða, dúkkur og japönsku Harajuku tískuna. Skye hefur unnið að þessu í mörg ár. Þessi flotta kona hefur þv´i miður of oft þurft að heyra að hún sé „of feit“ til að vera dúkka.