KVENNABLAÐIÐ

Tvíburar rugluðu í fangavörðum og sat annar inni fyrir hinn

19 ára tyrkneskum morðingja tókst að sleppa úr fangelsi með því að eiga vistaskipti við tvíburabróður sinn þegar hann kom í heimsókn.

Murat A. fékk langan fangelsisdóm fyrir morð og sat í E Tipi Kapası fangelsinu í Mersin í suður-Tyrklandi. Tvíburabróðir hans, Huseyn, kom svo að heimsækja hann í fangelsið síðastliðinn fimmtudag. Þeir fengu víst að hittast augliti til auglits og gátu þannig skipt um hlutverk, svo að segja.

Auglýsing

a thn

Myndin sýnir að bræðurnir eru ekki nákvæmlega eins, en þeim tókst að blekkja fangaverðina þannig að Murat gekk út úr fangelsinu. Ekki er vitað hvers vegna bróðir hans samþykkti að sitja inni fyrir hinn í öryggisfangelsi en rannsókn stendur nú yfir.

Auglýsing

Þrátt fyrir að ekki sé um andlitsskynjara í fangelsinu áttuðu fangaverðirnir sig á að ekki var allt með felldu. Þeir voru farnir að þekkja hann ágætlega í þetta ár sem hann hafði setið inni. Þeir létu lögreglu vita um breytingarnar á Murat eftir heimsóknina og leitarheimild var gefin út í skyndi fyrir dvalarstað bróðurins. Þegar lögreglan kom heim til Huseyin fundu þeir Murat og fóru með hann aftur í fangelsið.

Bræðurnir eru nú báðir bak við lás og slá á meðan lögreglan reynir að rannsaka ástæður þess að þeir skiptu um stað og hvernig þeim tókst það.

Muran
Murat

Þetta minnir mjög á nýlega íslenska mynd! Þeir sem hafa séð hana vita um hvaða mynd ræðir…

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!